Saturday, November 18, 2023

Dúnstúlkan í þokunni - helstu heimildir

Dúnstúlkan í þokunni – helstu heimildir sem notast var við

Í grein höfundar: Drauma-Jói, rannsókn 3. Fyrsta dulsálarfræði rannsóknin á Íslandi könnuð og lykkju við hana bætt, sem birtist í: Ritinu 1 (2021), er að finna margar heimildir að baki rannsókninni fyrir bókina. Slóðin á ritgerðina er:


https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/132


Aðrar mikilvægar heimildir eru


Langnesingasaga, Friðrik G. Olgeirsson, útgefandi: Þórshafnarhreppur, Reykjavík, 1998-2000. 

 

Friðrik Guðmundsson, Endurminningar, Víkurútgáfan, fyrra bindi: 1972, seinna bindi: 1973.

 

Theodóra Thoroddsen, Draumljóð, grein í Skírni, 90. Árg. 1916, bls. 51-64. Í greininni er að finna draumvísuna sem kemur fyrir í kafla. IV, í Dúnstúlkan í þokunni, en höfundur hennar er ókunnur. Sömu vísu, í áþekkri sögu, er að finna hjá Jóni Thorarensen, í Rauðskinnu III, útgefinni 1949, á bls. 76.

 

Lýsing Þingeyjarsýslu, Norður-Þingeyjasýsla, Ritsafn Þingeyinga II, Helgafell, Reykjavík, 1959.

 

Finnbogi Bernódusson, Sögur og sagnir úr Bolungavík, Skuggsjá, Akranes, 1969.

 

Biblían. Notast var við Viðeyjarbiblíuna frá 1841, enda fæddist Drauma-Jói 1861, og sagan nær bara fram á níunda áratug 19. aldar. Þar sem vitnað er í Biblíuna þá gera persónur sögunnar það ekki alltaf fullkomlega orðrétt, frekar en fólk gerir alltaf þegar það vitnar í eitthvað eftir minni. Á einum stað þar sem persóna vitnar í Biblíuna sleppir hún setningu, og getur lesandi íhugað hvort hún eigi að hafa gleymt henni, eða sleppt henni af ásettu ráði.

 

Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar er mikið notað, en þegar fjallað er um Galdra-Loft verður að hafa í huga að einnig er notast við sögur Gísla Konráðssonar af honum. Áhrifa gætir í sögunni frá fleiri þjóðsagnasöfnurum.

 

Listinn hér er ekki tæmandi, en við rannsókn höfundar fyrir doktorsritgerðina Sjóvota draumskáldið höfðu verið notaðar á þriðja hundrað heimildir þegar Dúnstúlkan í þokunni fór í prentun. Þegar ritgerðin verður aðgengileg þá má í heimildaskrá hennar sjá mikinn fjölda bóka og ritgerða sem höfðu áhrif á söguna. 

 

Þyki lesanda vanta heimildir inn í þessa litlu upptalningu sem ég hef gleymt, eða hirði ekki um að nefna hér, má benda höfundi á það og úr því verður bætt.


Dúnstúlkan í þokunni kynnt á ensku hjá Miðstöð íslenskra bókmennta.